Viltu taka þátt í Norrænu Þjóðbúningaþingi?
Undirbúningsnefnd Norræns þjóðbúningaþings í Reykholti Borgarfirði dagana 8. – 12. ágúst auglýsir eftir þátttakendum á þingið. Þátttökuþjóðir á þinginu eru auk Íslands, Danmörk, Svíðþjóð, Finnland og Noregur auk þess sem fulltrúum frá Grænlandi og Færeyjum er boðið. Þingin hafa verið haldin frá árinu 1978 og eru umfjöllunarefnin fjölbreytileg (sjá hér). Að þessu sinni er þemað skreytingar á þjóðbúningum. Tveir fulltrúar frá hverju landi halda fyrirlestur, auk þess sem styttri erindi verða á dagskrá. Farið er í skoðunarferðir og heimsóknir bæði í Reykholti og nærsveitum, auk hálfs dagsferðar um Suðurland í lok þingsins (sjá nánar dagskrá).
Þingin eru ómetanlegur vettvangur fræðafólks og áhugamanna til að fræðast og ræða um þjóðbúninga á Norðurlöndum. Auk þess að hlýða á fyrirlestra og erindi taka þátttakendur þátt í örnámskeiði þar sem hvert land bíður upp á kennslu í þjóðlegu handverki og kvöldskemmtun með hátíðarkvöldverði.
Ég hef áhuga á frekari upplýsingum og að taka þátt.